Résumé

Fóstbræðra saga gerist á síðari hluta 10. aldar og er sögusvið hennar Ísland, Grænland og Noregur. Sagan segir frá fóstbræðrunum Þormóði Kolbrúnarskáldi og Þorgeiri Hávarssyni. Þrátt fyrir sterk vinabönd og samleið eru þeir félagar ansi ólíkir. Þorgeir er vígamaður mikill og heiðinn en Þormóður er kvennamaður og skáld sem á auðvelt með að laga sig að aðstæðum og getur til að mynda tekið upp nýja trú án vandræða.Sagan er frábrugðin helstu Íslendingasögum að mörgu leyti og má þá helst nefna höfundarafstöðu. Í flestum Íslendingasögum er höfundur ósýnilegur en í þessu verki talar höfundur hér um bil beint til lesandans. Sagan þykir heillandi fyrir skemmtilegar lýsingar og sérstæðan stíl og má þess geta að Gerpla eftir Halldór Laxness er byggð á verki þessu.

Caractéristiques

Collection : Íslendingasögur

Auteur(s) : Óþekktur

Publication : 31 juillet 2020

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : eBook [ePub]

Contenu(s) : ePub

Protection(s) : Marquage social (ePub)

Taille(s) : 328 ko (ePub)

Langue(s) : Islandais

EAN13 eBook [ePub] : 9788726225563

Avis

Ouvrages du même auteur

Ouvrages de la même collection

--:-- / --:--