Résumé

Laxdæla saga segir frá landnámi konu að nafni Auður (Unnur) djúpúðga, sem nam land í Dalasýslu og afkomendum hennar. Sagan gerist að miklu leyti í Laxárdal og dregur þaðan nafn sitt. Helstu atburðir sögunnar snúast um ástarþríhyrning þeirra Guðrúnar Ósvífursdóttur, Kjartans Ólafssonar og Bolla Þorleikssonar. Báðir sóttust þeir frændur, Kjartan og Bolli, eftir hylli Guðrúnar. Upphaflega átti Guðrún vingott við Kjartan, þar til hann hélt til Noregs ásamt Bolla frænda sínum. Hugðust þeir koma heim að þremur árum liðnum. Bolli kom svo að utan á undan Kjartani með þau tíðindi að Kjartan ætti í sambandi við aðra konu þar ytra. Sjálfur bað hann þá um hönd Guðrúnar en þegar Kjartan kemur heim aftur upphefst mikið hefndarævintýri. Laxdæla er oft sögð vera harmþrungnust en jafnframt einna rómantískust Íslendingasagnanna og hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort höfundur hennar sé hugsanlega kona.

Caractéristiques

Collection : Íslendingasögur

Auteur(s) : Óþekktur

Publication : 25 septembre 2020

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : eBook [ePub]

Contenu(s) : ePub

Protection(s) : Marquage social (ePub)

Taille(s) : 430 ko (ePub)

Langue(s) : Islandais

EAN13 eBook [ePub] : 9788726225679

Avis

Ouvrages du même auteur

Ouvrages de la même collection

--:-- / --:--