Résumé

Það hefur ekki rignt í Santa Magdalena í 7 mánuði og neyðarástand er yfirvofandi. Stærsta vatnsból bæjarins er í eigu hins valdasjúka bandaríkjamanns, Jack Paddy, sem neitar að svala þorsta íbúanna. Þvert á móti nýtir hann dýrmæta auðlindina til ræktunar á ólöglegum jurtum til vímuefnaframleiðslu. Við þetta myndast fjandskapur milli Paddy og heiðursmannanna, Richard Högli læknis og Föður Felix Moscia. Í viðleitni sinni til að skapa íbúum Santa Magdalena mannsæmandi lífsskilyrði, taka læknirinn og presturinn höndum saman um að hefja uppreisn gegn óréttlætinu. Hér flétta ofbeldi, umrót og óvæntar uppákomur spennuþrunginn söguþráð sem heldur lesandanum við efnið.

Heinz G. Konsalik (1921-1999) var þýskur rithöfundur. Hann skrifaði vel á annað hundrað skáldsagna á ferli sínum sem nutu mikilla vinsælda og voru þýddar á fjölmörg tungumál. Áður en Konsalik lagði stund á skáldskap, starfaði hann sem fréttaritari í seinni heimsstyrjöldinni og varð sú reynsla honum mikill innblástur við bókaskrifin. Nafn Konsalik varð fyrst þekkt þegar bókin „Der Artz von Stalingrad“ kom út árið 1956 en seinna var kvikmynd byggð á sögunni. Nú hefur fjöldi kvikmynda verið framleiddur eftir sögum hans.

Caractéristiques

Auteur(s) : Heinz G. Konsalik

Publication : 19 novembre 2024

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : eBook [ePub]

Contenu(s) : ePub

Protection(s) : Marquage social (ePub)

Taille(s) : 430 ko (ePub)

Langue(s) : Islandais

EAN13 eBook [ePub] : 9788728449073

Avis

Ouvrages du même auteur

--:-- / --:--