Basil fursti og hans trausti aðstoðarmaður, Sam Foxtrot, eru á leið til Berlínar til að svara kalli þýska ríkisbankans en þar leikur grunur um fyrirhugað bankarán. Í fluginu yfir Ermasundið lenda þeir á tali við tortryggilegan kvenmann sem þá grunar að sé mikilvægur hlekkur í ráðgátunni. Úr því skilja leiðir þeirra í París og fyrr en varir skerast alræmdir glæpamenn í leikinn og illvíg áflog hefjast.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.