Ludwig van Beethoven er flestum tónlistarunnendum kunnugur. Hann var tónskáld og píanóleikari, fæddur og uppalinn í Bonn í Þýskalandi. Fyrsta sinfónía Beethoven var frumflutt árið 1800, stuttu síðar fór heyrn Beethoven að hraka. Serían fjallar um helstu tónsnillinga allt frá árunum 1525-1907. Hún er byggð á skrifum Theodórs Árnasonar sem var íslenskur tónlistarmaður. Fjallað er um líf tónskálda og verk þeirra. Bókin kom fyrst út árið 1966. Theodór Árnason fæddist 10. desember 1889. Hann ólst upp á Seyðisfirði þar sem hann lærði á á fiðlu sem barn. Hann starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn. Hann er íslendingum þó þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Hann þýddi m.a. nokkur Grímsævintýri auk þess sem hann skrifaði um helstu tónsnillinga heimsins.