Résumé

Þegar Kátur kunningi hafði lokið herþjónustu hélt hann af stað út í óvissuna. Hann átti hann ekkert sér til viðurværis annað en brauðhleif og fjóra skildinga þegar hann hittir á Sankti Pétur sem kominn var til jarðarinnar í dulargervi. Þeir taka höndum saman, þvælast um og betla sér til viðurværis og beita til þess ýmsum brögðum, og alltaf er Kátur jafn grunlaus um að með honum sé sjálfur Sankti Pétur. Þegar þeim hefur áskotnast töluverður auður skipta þeir honum með sér, halda hvor sína leið en Kátur heldur áfram að safna gulli í skjóðuna sína. Það líður þó ekki á löngu þar til leiðir þeirra liggja saman á ný en þá hefur Sankti Pétur misst alla þolinmæði gagnvart fyrrum félaga sínum og setur honum stólinn fyrir dyrnar. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Caractéristiques

Auteur(s) : Grimmsbræður

Publication : 17 juin 2022

Intérieur : Noir & blanc

Support(s) : eBook [ePub]

Contenu(s) : ePub

Protection(s) : Marquage social (ePub)

Taille(s) : 307 ko (ePub)

Langue(s) : Islandais

EAN13 eBook [ePub] : 9788728036341

Avis

Ouvrages du même auteur

--:-- / --:--