Stór hluti af ævi Monteverdi er mikil ráðgáta, lítið hefur verið skráð um hans bernskuár, ekki einu sinni dagsetning og ártal fæðingar hans hefur verið skjalfest. Hann skaut upp kollinum árið 1590 við hirð Hertogans af Mantua og upp frá því er margt skráð um hans litríka líf sem tónsnillingur. Serían fjallar um helstu tónsnillinga allt frá árunum 1525-1907. Hún er byggð á skrifum Theodórs Árnasonar sem var íslenskur tónlistarmaður. Fjallað er um líf tónskálda og verk þeirra. Bókin kom fyrst út árið 1966. Theodór Árnason fæddist 10. desember 1889. Hann ólst upp á Seyðisfirði þar sem hann lærði á á fiðlu sem barn. Hann starfaði sem hljómsveitarstjóri í kvikmyndahúsi í Winnipeg og lærði hljómlist í Kaupmannahöfn. Hann er Íslendingum þó þekktastur sem rithöfundur og þýðandi. Hann þýddi m.a. nokkur Grímsævintýri auk þess sem hann skrifaði um helstu tónsnillinga heimsins.